Listaverkið Víðförull afhjúpað

Ísleifur við listaverk sitt, Víðförul
Ísleifur við listaverk sitt, Víðförul
Það er gaman að segja frá þessu magnaða listaverki sem Ísleifur Pádraig Friðriksson gerði og sett var upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í síðasta mánuði.
 
Við hér á Sögusetrinu erum sannfærð um að mörg ykkar hafið lagt Ísleifi lið í söfnun skeifnanna því í verkið fóru 2850 stykki af notuðum skeifum sem hann fékk víða að. Risaskeifan sem verkið er, enda 4,5 metra hátt, er í réttum hlutföllum fyrir skeifu en er þó það stórt að hægt er að standa undir því, og er því upplagt að fara þangað og láta smella af sér mynd inni í lukkuskeifu ;O)
 
Verkið heitir því skemmtilega nafni Víðförull sem á vel við þar sem allar skeifurnar í verkinu eru notaðar og hafa því farið víða um.
 
Víð óskum Ísleifi til hamingju með þetta skemmtilega verk!
 

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólar í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  sogusetur@gmail.com  I  Sími 845-8473  I  KT 411014-1420