13.07.2024
Það er gaman að segja frá þessu magnaða listaverki sem Ísleifur Pádraig Friðriksson gerði og sett var upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í síðasta mánuði.
Við hér á Sögusetrinu erum sannfærð um að mörg ykkar hafið lagt Ísleifi lið í söfnun skeifnanna því í verkið fóru 2850 stykki af notuðum skeifum sem hann fékk víða að. Risaskeifan sem verkið er, enda 4,5 metra hátt, er í réttum hlutföllum fyrir skeifu en er þó það stórt að hægt er að standa undir því, og er því upplagt að fara þangað og láta smella af sér mynd inni í lukkuskeifu ;O)
Verkið heitir því skemmtilega nafni Víðförull sem á vel við þar sem allar skeifurnar í verkinu eru notaðar og hafa því farið víða um.
Víð óskum Ísleifi til hamingju með þetta skemmtilega verk!