17.02.2025
Við bjóðum Kristínu Halldórsdóttur hjartanlega velkomna í hlutverk verkefnastjóra Söguseturs íslenska hestsins. Kristín er með M.Sc. gráðu í búfjárrækt frá Hohenheim-háskóla í Þýskalandi og hefur yfirgripsmikla reynslu af hestatengdum verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur starfað hjá Bændasamtökum Íslands, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og unnið náið með FEIF (alþjóðasamtökum íslenska hestsins), IPZV (landsambandi íslenskra hestaeigenda í Þýskalandi) og WorldFeng.
Með sinni yfirgripsmiklu þekkingu á skráningu, ræktun og sögu íslenska hestsins hefur Kristín komið að fjölda verkefna, kynninga og sýninga, m.a. á Landsmóti hestamanna, kynbótasýningum og Heimsleikum íslenska hestsins. Hún hefur einnig áratuga reynslu sem knapi og ræktandi íslenskra hesta.
Það er mikill fengur að fá jafn reynslumikinn og metnaðarfullan sérfræðing til að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru á Sögusetrinu! Við hlökkum til að vinna með Kristínu að því að efla og kynna sögu og menningu íslenska hestsins enn frekar.