Í janúar 2009 kom út á vegum Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands, rit sem ber heitið Litir og litbrigði íslenska hestsins. Höfundar eru Guðrún J. Stefánsdóttir og Guðni Þorvaldsson. Ritið byggir á rannsókn sem þau gerðu á litum 534 hrossa. Markmið verkefnisins var að fá yfirlit yfir breytileika hestalitanna, fyrst og fremst breytileika í háralit en einnig í augnlit, húðlit og lit á hófum. Hrossin voru skoðuð á kynbótasýningum á meðan þau voru í mælingu. Fyrst var aðallitur skráður (rauður, brúnn, jarpur, leirljós o.s.frv.). Innan aðallitar voru hrossin flokkuð eftir litblæ (brúnn, móbrúnn, dökkbrúnn, svartur o.s.frv.). Skráð var hvort hár sæjust á búk eða höfði með öðrum lit en venja er, t.d. hvít hár í rauðum feldi. Þá var litur skoðaður sérstaklega á fótum, kvið, nára, eyrum, snoppu, faxi og tagli. Einnig var skráð hvort hringamynstur, áll, frumrendur eða freknur væru á hrossunum. Augnlitur , húðlitur og litur á hófum var skoðaður og skráður. Einnig stærð og gerð á blesu, stjörnu og nös. Sömuleiðis voru leistar og sokkar skráðir. Svokallaðir viðbótarlitir voru skráðir og skoðaðir sérstaklega þ.e. grátt, skjótt, slettuskjótt og litförótt. Mikill breytileiki kom fram í litum, litbrigðum og litaauðkennum hrossanna. Þessi mikli breytileiki kemur að hluta fram á þeim 177 ljósmyndum sem ritið hefur að geyma, auk umfjöllunar í texta í töflum. |
Flýtilyklar
Rit um liti íslenska hestsins
Leit
Myndahornið
Fróðleiksmolinn
,,Reiðföt voru úr svörtu vaðmáli og pilsin mjög síð. Þá riðu konur í söðlum og höfðu undirdekk. Var metnaðarmál, að þau væru sem fallegust. Ólafur átti grænt undirdekk, í hornin voru saumaðar rósir og fangamark hans. Æfinlega brá hann hnút á taglið á hestinum, sem hann reið, og var það kallað að gera upp taglið."
Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna e. Ólínu Jónasdóttur, f. 1885.