
Nú fer að styttast í sumaropnun Söguseturs íslenska hestsins ljúki þetta árið en síðasti dagurinn er miðvikudagurinn 30. ágúst nk. Setrið tekur þó sem fyrr á móti hópum sem áhuga hafa á að skoða sýningar þess, hafa ber samband hvað það varðar við Kristin Hugason forstöðumann í síma 891 9879, tölvufang
khuga@centrum.is eða
sogusetur@sogusetur.is
Í sumar hefur SÍH verið svo heppið að fá notið starfskrafta Lauru Hoffrichter frá Essen í Þýskalandi en Laura er mikill Íslandsvinur þar sem íslenski hesturinn er hjartað í vináttunni.
Á facebókarsíðu SÍH er nánari kynnig Lauru á sjálfri sér.