Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins

Gæðingadómnefnd landsmótsins á Hólum 1966
Gæðingadómnefnd landsmótsins á Hólum 1966

Komin er á vefinn ný grein eftir forstöðumann Sögusetursins sem áður birtist á bls. 9 í 18. tbl. Feykis, 6. maí 2020 og nefnist Íslenska gæðingakeppnin – þróunin áfram. Í greininni er saga íslensku gæðingakeppninnar rakin áfram. Fyrsti gæðingadómskalinn sem fram kom er kynntur en hann var fyrst notaður á landsmótinu 1962. Frásagan endaði á landsmótinu 1970 en þá var sá háttur tekinn upp sem enn er við lýði, að ákvarða fjölda þátttökuhrossa frá hverju hestamannafélagi fyrir sig eftir ákveðnum kvóta í samræmi við fjölda félagsmanna. Á því móti var jafnframt tekinn upp fyrsti vísir að sjálfstæðum vinnubrögðum dómnefndarmanna, en áskilið var þá að hver fyrir sig hefði sérdómblað og gæfi einkunn sem síðan yrðu samræmdar. Síðast en ekki síst var í fyrsta sinn keppt í aðskildum flokkum á landsmótinu 1970: A-flokki alhliða gæðinga og B-flokki klárhesta með tölti. Sá háttur hefur verið hafður á allar götur síðan.

Á myndinni má sjá gæðingadómnefnd landsmótsins á Hólum 1966 að störfum. Frá vinstri talið: Steinbjörn Jónsson, Steinþór Gestsson og Haraldur Sveinsson. Ljósmyndari er óþekktur.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólar í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  sogusetur@sogusetur.is  |  Kt. 411014-1420