Saga hrossaræktar - lagaumhverfi greinarinnar

Ólafur Briem. Mynd: Vefur Alþingis.
Ólafur Briem. Mynd: Vefur Alþingis.

Í grein þessari um sögu hrossaræktarinnar eftir forstöðumann Sögusetursins sem birtist á prenti á bls. 10 í 21. tbl. Feykis þann 1. júní sl. var megin dráttunum í þróun lagaumhverfis greinarinnar gerð skil. Athygli vekur merkt brautryðjandastarf Ólafs Briem (1851-1925) alþingismanns Skagfirðinga á árunum 1886 til 1919 hvað þetta varðar.

Myndin sem fylgir greininni er einmitt af Ólafi Briem alþingismanni og er fengin af vef Alþingis. Ólafur lauk stúdentsprófi Lsk. 1870 og gerðist skrifari hjá föður sínum, Eggerti Briem, sýslumanni Skagfirðinga, til ársins 1884. Bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð 1885–1887 og á Álfgeirsvöllum í Efribyggð 1887–1920, (oddviti Lýtingsstaðahrepps 1907–1920), en fluttist þá til Reykjavíkur og varð aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu til æviloka. Settur sýslumaður í Skagafjarðarsýslu nokkrum sinnum um lengri eða skemmri tíma.  

Lesa má greinina í heild sinni hér.


Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólar í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  sogusetur@gmail.com  I  Sími 845-8473  I  KT 411014-1420