Flýtilyklar
Fréttir
Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag
18.05.2021
í dag, þann 18. maí, er alþjóðlegi safnadagurinn. Af því tilefni birtum við hér kynningarmyndband um Sögusetur Íslenska hestsins. Tilkynning um opnunardag og opnunartíma sumarsins munu birtast síðar.
Lesa meira
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Reiðkennsla eflist – réttindi verða til
05.05.2021
Í greininni er rakið hvernig sá skilningur, að hestamennsku mætti læra, festist í sessi en lengi vel var það svo að álitið var að hestamennskuhæfni væri meðfædd; sumir væru bornir reiðmenn en sumir aðrir jafnvel klaufar og yrðu ekki annað. Vissulega er það svo að þeir sem ætla að ná færni á þessu sviði sem öðrum þurfa að búa yfir áhuga og elju og ákveðnum líkamlegum forsendum en að því gefnu gildir hið fornkveðna: Æfingin skapar meistarann.
Lesa meira
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins – Heimsleikar íslenska hestsins verða til
08.04.2021
Í greininni er saga hestaíþróttanna rakin áfram með sérstaka áherslu á þátttöku Íslands á Evrópumótunum; tvær breytingar hvað þau varðar eru teknar til sérstakrar umfjöllunar, annars vegar hin breytta nafngift þegar hætt var að tala um Evrópumót og farið að tala um heimsmeistaramót íslenska hestsins eða heimsleika á íslenskum hestum og hins vegar hvernig þátttaka með kynbótahross smám saman festist í sessi á leikunum.
Lesa meira
Leit
Myndahornið
Fróðleiksmolinn
,,Reiðföt voru úr svörtu vaðmáli og pilsin mjög síð. Þá riðu konur í söðlum og höfðu undirdekk. Var metnaðarmál, að þau væru sem fallegust. Ólafur átti grænt undirdekk, í hornin voru saumaðar rósir og fangamark hans. Æfinlega brá hann hnút á taglið á hestinum, sem hann reið, og var það kallað að gera upp taglið."
Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna e. Ólínu Jónasdóttur, f. 1885.