Flýtilyklar
Fréttir
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Fyrsta íslandsmótið í hestaíþróttum
01.03.2021
Í greininni er saga íþróttakeppnanna rakin áfram, með sérstaka áherslu á Evrópumótin vel fram á níunda áratuginn og fyrsta Íslandsmótið sem haldið var á Selfossi árið 1978 í samvinnu Íþróttaráðs LH sem sett var á laggirnar árið áður, 1977, og hestamannafélagsins Sleipnis.
Lesa meira
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir, sagan rakin
01.02.2021
Fyrsta Feykisgrein forstöðumanns SÍH á nýju ári; birtist á prenti á bls. 9 í 1. tbl. Feykis 41. árg., 6. janúar 2021. Haldið er áfram með sögu íþróttakeppninnar og athyglinni sérstaklega beint að árinu 1978 en þá var síðasta landsmótið haldið að Skógarhólum í Þingvallasveit en þá voru jafnframt í fyrsta sinn keppnisgreinar íþróttakeppna á dagskrá landsmóts.
Lesa meira
Ný grein á vefnum eftir forstöðumann Sögusetursins - Íþróttakeppnir og skóluð reiðmennska ryðja sér til rúms
04.01.2021
Grein eftir forstöðumann sem birtist í 46. tbl. Feykis 2020, 2. desember sl. á bls. 9 er komin á vefinn. Þetta er tíunda Feykis greinin árið 2020 og er hér haldið áfram með umfjöllun um innreið íþróttakeppna í íslenska hestamennsku og á hvern hátt skóluð reiðmennska tók að ryðja sér til rúms smátt og smátt.
Lesa meira
Leit
Myndahornið
Fróðleiksmolinn
,,Reiðföt voru úr svörtu vaðmáli og pilsin mjög síð. Þá riðu konur í söðlum og höfðu undirdekk. Var metnaðarmál, að þau væru sem fallegust. Ólafur átti grænt undirdekk, í hornin voru saumaðar rósir og fangamark hans. Æfinlega brá hann hnút á taglið á hestinum, sem hann reið, og var það kallað að gera upp taglið."
Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna e. Ólínu Jónasdóttur, f. 1885.