Flýtilyklar
Fréttir
Íslensk hrossarækt í 100 ár
21.12.2016
Laugardaginn 3. desember sl. var haldin ráðstefnan Íslensk hrossarækt í 100 ár í reiðhöll hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum. Markmið ráðstefnunnar var tvíþætt; annars vegar að fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar og stöðuna í dag og hins vegar að líta fram á veginn; ræða þróun ræktunarmarkmiðsins og dómstarfa á kynbótasýningum. Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum og hópavinnu. Félag hrossabænda, Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins stóðu að ráðstefnunni. Ráðstefnustjóri var Ágúst Sigurðsson. Á gagnabankanum hér á heimasíðunni má finna flest erindin sem flutt voru á ráðstefnunni.
Lesa meira
Ráðstefna um íslenska hrossarækt
06.12.2016
Laugardaginn 3. desember var haldin ráðstefna um íslenska hrossarækt í reiðhöll Spretts, á Kjóavöllum. Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestins, hélt þar erindi um hrossarækt á Íslandi í 100 ár.
Lesa meira
Leit
Myndahornið
Fróðleiksmolinn
,,Reiðföt voru úr svörtu vaðmáli og pilsin mjög síð. Þá riðu konur í söðlum og höfðu undirdekk. Var metnaðarmál, að þau væru sem fallegust. Ólafur átti grænt undirdekk, í hornin voru saumaðar rósir og fangamark hans. Æfinlega brá hann hnút á taglið á hestinum, sem hann reið, og var það kallað að gera upp taglið."
Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna e. Ólínu Jónasdóttur, f. 1885.