Fréttir

Gleðileg jól

Jólakveðja frá Sögusetri íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár

Laugardaginn 3. desember sl. var haldin ráðstefnan Íslensk hrossarækt í 100 ár í reiðhöll hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum. Markmið ráðstefnunnar var tvíþætt; annars vegar að fara yfir sögu og þróun hrossaræktarinnar og stöðuna í dag og hins vegar að líta fram á veginn; ræða þróun ræktunarmarkmiðsins og dómstarfa á kynbótasýningum. Ráðstefnan samanstóð af fyrirlestrum og hópavinnu. Félag hrossabænda, Háskólinn á Hólum, Matvælastofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sögusetur íslenska hestsins stóðu að ráðstefnunni. Ráðstefnustjóri var Ágúst Sigurðsson. Á gagnabankanum hér á heimasíðunni má finna flest erindin sem flutt voru á ráðstefnunni.
Lesa meira

Ráðstefna um íslenska hrossarækt

Laugardaginn 3. desember var haldin ráðstefna um íslenska hrossarækt í reiðhöll Spretts, á Kjóavöllum. Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestins, hélt þar erindi um hrossarækt á Íslandi í 100 ár.
Lesa meira

Svæði

SÖGUSETUR ÍSLENSKA HESTSINS SES
Hólar í Hjaltadal  |  551 Sauðárkrókur  |  sogusetur@sogusetur.is  |  Kt. 411014-1420